Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Albert byrjaði í tapi AZ

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar sem fór í heimsókn til Feyenoord í kvöld.

ÍV/Getty

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar sem tapaði 2-1 fyrir Feyenoord í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Mats Seunjens kom AZ Alkmaar yfir á 36. mínútu en Tyrell Malacia jafnaði metin með glæsimarki á þeirri 51. mínútu. Það var svo enginn annar en Robin van Persie sem tryggði Feyenoord sigur þegar hann skoraði annað mark liðsins af stuttu færi á 68. mínútu. Lokaniðurstaða 2-1 sigur hjá Feyenoord.

Albert var mættur í byrjunarlið AZ Alkmaar eftir frábæra frammistöðu um síðustu helgi á móti ADO Den Haag þar sem hann skoraði tvö mörk sem varamaður. Albert spilaði fyrstu 67. mínúturnar í leiknum í kvöld.

AZ Alkmaar hefur síðustu vikurnar verið í baráttu við Feyenoord um 3. sæti deildarinnar, sem gefur umspil í Evrópudeildinni, en eftir úrslit dagsins þá fór Feyenoord langt með það að tryggja sér það sæti. Feyenoord er með 59 stig eða sjö stigum meira en AZ Alkmaar þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun