Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Álasund upp í efstu deild

Íslendingaliðið Álasund tryggði sér í dag sæti í norsku úrvalsdeildinni að ári

Mynd/Álasund

Íslendingaliðið Álasund tryggði sér í dag sæti í norsku úrvalsdeildinni að ári eftir 1-0 útisigur gegn Tromsdalen.

Þegar þremur umferðum er ólokið í norsku 1. deilinni er Álasund öruggt með efsta sæti deildarinnar, ellefu stigum á undan Sandefjord sem er í öðru sætinu.

Daníel Leó Grétarsson og Aron Elís Þrándarson léku allan leikinn fyrir Álasund í dag. Davíð Kristján Ólafsson sat allan tímann á bekknum hjá liðinu og Hólmbert Aron Friðjónsson var ekki í leikmannahópi liðsins.

Á síðustu leiktíð var Álasund var mjög ná­lægt því að vinna sér sæti í norsku úr­vals­deild­inni en nú er liðið öruggt með sæti í deild þeirra bestu í Noregi.

Aron Sigurðaron spilaði allan leikinn fyrir Start sem gerði markalaust jafntefli við KFUM. Start hefur 56 stig og er í þriðja sætinu, sem er umspilssæti, en efstu tvö liðin fara beint upp um deild.

Viðar Ari Jónsson lék allan tímann með Sandefjord þegar liðið lagði Notodden að velli, 3-0. Emil Pálsson byrjaði leikinn á bekknum hjá Sandefjord en kom inn á sem varamaður á 70. mínútu. Sandefjord er í öðru sæti með 59 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun