Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Álasund held­ur topp­sæt­inu eft­ir sig­ur í dag

Daníel Leó, Aron Elís og Hólmbert Aron voru allir í byrjunarliði Álasund sem vann útisigur í dag.

Mynd/Álasund

Íslendingaliðið Álasund heldur toppsætinu í 1. deildinni í Noregi eftir 1-2 útisigur á Strømmen í dag.

Daníel Leó Grétarsson, Aron Elís Þrándarson og Hólmbert Aron Friðjónsson voru allir í byrjunarliði Álasund í leiknum dag. Daníel og Hólmbert léku allan leikinn á meðan Aron Elís fór af velli á 62. mínútu leiksins.

Markalaust var í leiknum alveg þar til á 78. mínútu. Þar var á ferðinni Niklas Castro fyrir Álasund en átta mínútum síðar lagði hann upp mark fyrir liðsfélaga sinn Papae Habib Gueye. Strømmen náði að skora eitt mark í lokin og leikurinn endaði með 1-2 sigri Álasund.

Álasund byrjar leiktíðina frábærlega og er með 19 stig af 21 mögulegu eftir fyrstu sjö leikina í deildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun