Fylgstu með okkur:

Fréttir

Al-Arabi þakk­ar og kveður Birki – Aron snýr aft­ur

Birk­ir leitar sér nú að nýju liði.

Al-Arabi í Katar þakkar landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni fyrir hans framlag fyrir félagið.

Birkir virðist vera laus allra mála hjá fé­lag­inu en hann skrifaði í október undir samn­ing sem gildir til 31. janúar eða þar til Aron Einar Gunnarsson væri búinn að ná sér af meiðslum.

Aron Einar er nú búinn að ná sér af meiðslum og er klár í slaginn með Al-Arabi sem spilar á morgun við Al-Ahli í katörsku úrvalsdeildinni. Al-Arabi er í 6. sæti af 12 liðum í deildinni og er með 15 stig eftir 10 umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir