Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Al-Arabi nýtti ekki liðsmun­inn

Al-Arabi náði ekki að nýta sér liðsmun­inn í katörsku úr­vals­deild­inni í kvöld.

Mynd/elsport.com

Al Arabi og Qatar SC skildu jöfn, 1-1, í katörsku úr­vals­deild­inni í kvöld. Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Al-Arabi og spilaði allan tímann. Aron Einar Gunnarsson er einnig á mála hjá félaginu en er ennþá fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Heimir Hallgrímsson stýrir félaginu.

Hamdi Harbaoui kom Al-Arabi yfir á 14. mínútu og um fimm mínútum síðar fékk Eisa Palangi, leikmaður Qatar SC, að líta beint rautt spjald. Qatar SC tókst hins vegar að jafna metin á 25. mínútu leiksins. Það reyndist síðasta markið í leiknum og Al-Ar­abi náði þar með ekki að nýta sér liðsmun­inn.

Sjá einnig: Stefn­ir á að vera klár í næsta mánuði

Al-Arabi er í 5. sæti af 12 liðum eftir 10 umferðir. Liðið hefur leikið fimm deildarleiki í röð án þess að vinna.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun