Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Al-Arabi náði ekki að vinna botnliðið

Al-Arabi náði ekki að vinna botnliðið Al-Shahaniya í katörsku úr­vals­deild­inni í dag.

Mynd/alarab.qu

Al-Arabi náði ekki að vinna botnliðið Al-Shahaniya á útivelli í katörsku úr­vals­deild­inni í dag.

Ekkert mark leit dagsins ljós í leiknum og markalaust jafntefli varð því niðurstaðan. Aron Einar Gunnarsson lék allan tímann á miðjunni fyrir Al-Arabi, en Heimir Hallgrímsson stýrir liðinu.

Al-Arabi er í 5. sæti deildarinnar og með 20 stig eftir 15 leiki. Liðið hefur aðeins unnið einn leik í síðustu tíu deild­ar­leikj­um sínum. Næsti leikur liðsins er eftir viku gegn Xavi og lærisveinum hans í liðinu Al-Sadd, sem situr í þriðja sæti deildarinnar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun