Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Al-Arabi komið í undanúr­slit

Aron Einar og Heim­ir eru komnir í undanúr­slit í Stjörnubikarnum í Katar.

Mynd/Al-Arabi

Al-Arabi er komið áfram í undanúrslit í Stjörnubikarnum í Katar eftir sigur á Al Wakrah, 1-0, í átta liða úrslitunum keppninnar í dag.

Þýski sóknarmaðurinn Pierre-Michel Lasogga skoraði eina mark leiksins á 5. mínútu. Aron Einar Gunnarsson, sem er búinn að ná sér góðum af meiðslum, lék allan leikinn á miðjunni hjá Al-Arabi. Heimir Hall­gríms­son stýrir liðinu.

Al-Arabi hefur gengið illa að undanförnu í katörsku úrvalsdeildinni þar sem liðið er í 5. sæti með 19 stig eftir 14 umferðir. Liðið hefur aðeins unnið einn leik í síðustu níu deild­ar­leikj­um sínum, en næsti leikur liðsins er gegn botnliði Al-Shahania næst­a miðviku­dag.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun