Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Al-Arabi fékk slæman skell á heima­velli

Al-Arabi í Katar fékk slæm­an skell á heimavelli sínum í dag.

Al-Arabi í Katar fékk mjög slæman skell á heimavelli í katörsku úrvalsdeildinni í dag er það steinlá fyrir Al-Sadd, 6-1.

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Al-Arabi og lék fyrstu 86 mínúturnar fyrir liðið, sem skoraði fyrsta mark leiksins á 10. mínútu. Það var miðvörðurinn Marc Muniesa, fyrrum leikmaður Stoke City, sem gerði markið fyrir Al-Arabi.

Eftir markið hjá Muniesa tókst Al-Sadd að skora heil sex mörk og sókn­ar­menn liðsins léku á als oddi. Al-Sadd skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og jafnmörg í þeim síðari. Lokatölur urðu því 6-1 fyrir Al-Sadd.

Aron Einar er að komast af stað aftur eftir rúmlega þriggja mánaða fjarveru vegna meiðsla. Þetta var hans annar leikur á skömmum tíma.

Al-Ar­abi hefur einungis unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í deildinni og hrapaði niður í fimmta sæti með tapinu í dag, en liðið hefur 18 stig eftir 12 umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun