Fylgstu með okkur:

Fréttir

Áhugi á Birki frá Danmörku

Félög í dönsku úrvalsdeildinni hafa áhuga á Birki Bjarna­syni.

Birkir er án félags þessa stundina. ÍV/Getty

Dönsku félögin FC Kaup­manna­höfn og Midtjyl­l­and eru sögð vera á höttunum eftir Birki Bjarnasyni að því er fram kem­ur í dönskum fjöl­miðlum í dag. Vísir greindi fyrst íslenskra fjölmiðla frá fréttunum.

Birkir, sem er 31 árs gamall, hefur verið án félags eftir að hafa skrifað und­ir starfs­lok við Aston Villa um riftun samnings í síðasta mánuði.

Danski fjölmiðilinn B.T., sem Vísir vitnar í, greinir frá því að nokkur lið úr dönsku úrvalsdeildinni hafi áhuga á að fá Birki til liðs við sig og þar eru liðin FC Kaupmannahöfn og Midtjylland nefnd til sögunnar.

Birkir sagði fyrr í þessum mánuði að hann hafi verið ná­lægt því að semja við lið fyrir nokkru síðan. Birkir hefur áður verið orðaður við lið á Ítalíu og í Tyrklandi.

„Ég var kominn með samning á borðið og það var klárt en það gekk ekki upp og það er sérstök staða en ég geri mitt besta eins og alltaf. Ég hugsa ekkert meira út í það fyrr en eftir leikina og svo sjáum við til hvað gerist,“ sagði Birkir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í aðdraganda landsleiksins gegn Moldavíu fyrir tveimur vikum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir