Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

AGF í þriðja sætið eft­ir fjórða sig­ur­inn í röð

Jón Dagur og samherjar hans í AGF unnu í dag sinn fjórða sig­ur í röð.

ÍV/Getty

AGF frá Árósum vann dramatískan 2-1 útisigur á Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF og lék fyrstu 86 mínúturnar.

Mustapha Bundu kom AGF yfir á 9. mínútu leiksins og sá munur hélst þar til að um fimm mínútur voru leiksloka. Þá tókst Esbjerg að jafna metin en það voru gest­irn­ir frá Árósum sem áttu loka­orðið.

Það var Mustafa Amini sem sá um að tryggja AGF sig­ur­inn í uppbótartíma með glæsilegu skoti nokkrum metrum utan teigs, neðst í vinstra hornið. Leiknum lauk því með 2-1 sigri AGF.

Þetta var fjórði sigur AGF í röð í deildinni og með sigrinum komst liðið upp í 32 stig og upp fyrir Brøndby í þriðja sæti deildarinnar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun