Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Aft­ur skoraði Hólmar Örn með skalla

Hólmar Örn skoraði skallamark annan leikinn í röð fyrir Levski Sofia sem hrósaði sigri í dag.

Mynd/Kotasport

Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði skallamark annan leikinn í röð fyrir búlgarska liðið Levski Sofia þegar það lagði Etar, 3-0, í búlgörsku úrvalsdeildinni í dag.

Hólmar Örn kom Levski Sofia yfir á 23. mínútu leiksins eftir aukaspyrnu þegar hann fékk boltann inni í miðjum vítateig og skallaði í netið.

Þetta var þriðja mark Hólmars á tíma­bil­inu en öll mörkin hefur hann skorað með skalla og í sigurleikjum. Markið hans í dag er hér að neðan.

Paulinho jók muninn fyirr Levski Sofia í upphafi síðari hálfleiks áður en Deni Alar skoraði þriðja mark liðsins þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Lokatölur urðu 3-0 fyrir Levski Sofia, sem er í öðru sæti deildarinnar með 35 stig, fjórum stigum minna en topplið Ludogorets eftir 15 umferðir.

Hólmar Örn er tiltölulega nýbyrjaður að spila á ný eft­ir tæplega tíu mánaða fjar­veru vegna krossbandaslita og það er óhætt að segja að hann hafi byrjað frábærlega eftir erfið meiðsli.

Landsliðshópur Íslands verður tilkynntur á morgun fyrir leikina gegn Tyrklandi og Moldóvu í undan­keppni EM 2020 sem fram fara 14. og 17. nóv­em­ber, en Hólmar telur sig eiga möguleika á því að vera valinn í hópinn, eins og hann sagði í viðtali á dögunum:

„Eitt af persónulegum markmiðum mínum er að komast aftur í landsliðið. Við eigum tvo mikilvæga leiki fyrir höndum. Ég tel mig eiga möguleika á að vera valinn aftur, en við skulum sjá hvað gerist eftir viku“

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið