Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Afar óvænt tap Íslend­ingaliðsins

Íslend­ingaliðið Start tapaði afar óvænt í norsku 1. deildinni í dag.

Mynd/Start

Íslend­ingaliðið Start tapaði afar óvænt í norsku 1. deildinni í dag þegar liðið tók á móti Notodden í 11. umferð deildarinnar. Leiknum lauk með 3-0 sigri Notodden.

Þeir Aron Sigurðarson og Kristján Flóki Finnbogason léku báðir fyrir Start í leiknum í dag. Aron byrjaði leikinn og lék allan tímann en Kristjáni Flóka var skipt inn á sem varamanni á 58. mínútu leiksins. Jóhannes Þór Harðarson stýrir Start.

Start tapaði einnig óvænt í síðustu umferð fyrir Kongsvinger, 4-2, en tapið í dag er afar óvænt, því Notodden var fyrir leikinn með aðeins 4 stig og Start með alls 19 stig. Start er í 5. sæti deildarinnar.

Íslendingaliðið Sandefjord lék einnig í norsku 1. deildinni í dag og vann 3-2 sigur á UII/Kisa. Viðar Ari Jónsson var ekki leikmannahópi Sandefjord í dag og sömu sögu má segja um Emil Pálsson, sem er enn að jafna sig á langvarandi meiðslum.

Í Hvíta-Rússlandi í dag var Willum Þór Willumsson ónotaður varamaður þegar lið hans BATE Borisov gerði markalaust jafntefli við Isloch Minsk hvít-rússnesku úrvalsdeildinni. Fyrir leikinn hafði BATE unnið fimm leiki í röð en liðið er í 2. sæti deildarinnar með 28 stig eftir 12 umferðir.

Þá var Böðvar Böðvarsson í byrjunarliði Jagiellonia Bialystok sem vann 3-0 sigur í æfingaleik gegn Pogon Siedlce í Póllandi í dag.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun