Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Afar ör­uggt hjá PAOK

Sverrir og liðsfélagar hans í PAOK unnu öruggan sigur í grísku úrvalsdeildinni í dag.

Mynd/newsbomb.gr

Gríska liðið PAOK, með Sverri Inga Ingason innanborðs, gerði sér lítið fyr­ir og vann ör­ugg­an fjögurra marka sigur á OFI Krít, 4-0, á heimavelli sínum í grísku úrvalsdeildinni í dag.

Sverrir Ingi átti góðan leik fyrir PAOK að mati gríska miðilsins SDNA og fékk þar 7 í ein­kunn, en hann lék allan leikinn í hjarta varnarinnar.

Chuba Akpom, fyrrum leikmaður Arsenal, skoraði tvö marka PAOK í leiknum og þeir Lazaros Lamprou og Douglas Augusto sitt markið hvor.

PAOK er áfram í öðru sæti grísku úrvalsdeildarinnar og fór með sigrinum upp í 55 stig. Olympiacos er í toppsætinu með 57 stig þegar leikn­ar hafa verið 23 um­ferðir.

Svipmyndir úr leiknum í dag er að finna hér að neðan.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun