Fylgstu með okkur:

Fréttir

Aðstoðarleikstjórinn Kolbeinn

Kolbeinn gaf Hannesi Þór góð ráð við gerð á tónlistarmyndbandi fyrir DJ Musc­le­boy.

ÍV/Getty

Í dag birti Fótbolti.net afar skemmtilega frétt þess efnis að Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður og leikmaður AIK í Svíþjóð, hafi hjálpað herbergisfélaga sínum, Hannesi Þór Halldórssyni í landsliðinu, að leggja lokahönd á tónlistarmyndband við lag Eg­ils Ein­ars­son­ar, und­ir lista­manns­nafn­inu DJ Musc­le­boy, Muscle Club, sem var frumsýnt síðasta föstudag. Fotbollskanalen, einn stærsti fótboltamiðill í Svíþjóð, vakti m.a. athygli á þessu.

Hannes Þór, landsliðsmarkvörður Ísland, er ekki aðeins frábær markvörður því hann er jafnframt einn af landsins fremstu leikstjórum. Hannes, sem lék nokkur ár erlendis sem atvinnumaður í fótbolta, var t.a.m. í fullu starfi hjá Sagafilm í nokkur ár, áður en hann hélt út í atvinnumennsku í fótboltanum. Hannes Þór leikur í dag með Val í Pepsi Max-deildinni.

Íslenska landsliðið spilaði á dögunum tvo landsleiki við Frakkland og Andorra á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2020. Hannes Þór vann við gerð tón­listar­mynd­bandsins fyrir leikinn gegn Frakklandi og fékk góð ráð frá Kolbeini, herbergisfélaga sínum.

„Ég hef haft marga aðstoðarklippara en ég held að ég sé ekki að ljúga neinu þegar ég segi að Kolbeinn sé sá allra besti,” sagði Hannes við Fótbolta.net.

Egill var sömuleiðis ánægður með hjálpina frá Kolbeini.

„Þetta hefði ekki verið hægt án Kolla, hann er það hæfileikaríkur og greinilega framtíðina fyrir sér á þessu sviði,” sagði Egill.

Fótbolti.net birti þá skemmtilegt myndband þar sem má sjá Kolbein gefa Hannesi góð ráð við gerð mynd­bandsins:

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir