Fylgstu með okkur:

Fréttir

Aðgerðin gekk vel hjá Aroni

Aron Einar heils­ast vel eft­ir aðgerð sem hann gekkst und­ir á sjúkrahúsi í Kat­ar í morg­un.

Mynd/Instagram

Aron Einar Gunnarsson heils­ast vel eft­ir aðgerð sem hann gekkst und­ir á sjúkrahúsi í Kat­ar í morg­un.

Aron varð fyr­ir glæfralegri tæk­lingu í leik með liði sínu Al-Arabi um síðustu helgi og í kjölfarið þurfti að keyra hann sárþjáðan af velli. Leikmaður að nafni Nayef Mubarak fór með takk­a sína á mikilli ferð í ökkl­ann á Aroni og við það beygðist ökklinn nokkuð mikið, sem varð til þess að liðbönd í ökkla Arons slitnuðu.

Ekki er enn vitað hversu lengi hann verður frá keppni og æfingum, en hann segir aðgerðina hafa heppn­ast vel á Instagram-síðu sinni í dag.

„Þessi litla aðgerð heppnaðist vel. Ég get ekki beðið eftir því að byrja að leggja hart að mér og koma sterkur til baka. Takk fyrir allar góðu kveðjurnar,“ segir Aron:

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir