Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Adam Örn spilaði síðasta hálftímann í sigri Górnik Zabrze

Adam Örn kom við sögu þegar lið hans vann góðan sigur í pólsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þegar Adam skrifaði undir hjá Górnik fyrir mánuði síðan. Mynd: Gornikza­brze.pl

Adam Örn Arnarson kom í kvöld inn á sem varamaður og spilaði síðasta hálftímann er lið hans Górnik Zabrze sigraði Lech Poznan, 0-3, í pólsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Adam, sem er 23 ára, gekk í raðir Górnik Zabrze í byrjun síðastliðins mánaðar og gerði eins og hálfs árs samning við félagið.

Þetta var fjórði leikur Adams með nýja félagi sínu. Fyrir leikinn í kvöld hafði hann í þrjú skipti í röð byrjað á varamannabekknum en í einum þeirra komið við sögu og spilað í tuttugu mínútur. Í fyrstu tveimur leikjunum var hann í byrjunarliði félagsins.

Sextán lið leika í pólsku úrvalsdeildinni og liðs Adams, Górnik Zabrze, situr í tólfta sæti deildarinnar, með 27 stig, þegar fjórir leikir eru eftir af hefðbundnu leiktímabili.

Eftir síðustu umferðina í deildinni tekur við umspil. Efstu átta liðin munu berjast um meistaratitilinn en þau átta neðstu fara einnig í umspil þar sem skorið verður úr hvaða lið falla niður um deild.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun