Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Adam Örn lék klukkutíma í sigri

Adam Örn lék rúman klukkutíma þegar Gornik Zabrze vann 1-2 útisigur í Póllandi í kvöld.

Þegar Adam skrifaði undir hjá Gornik fyrir tveimur mánuðum síðan. Mynd/Gornik

Adam Örn Arnarson lék í rúman klukkatíma fyrir Gornik Zabrze sem vann 1-2 útisigur á Slask Wroclaw í fallriðli pólsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Það tók ekki langan tíma fyrir Slask Wroclaw að skora í leiknum en liðið komst yfir á 4. mínútu. Adam Örn fékk gult spjald eftir hálftíma leik en Gornik Zabrze tókst ekki að skora í fyrri hálfleik.

Igor Angulo skoraði úr vítaspyrnu fyrir Gornik Zabrze snemma í seinni hálfleiknum, á 53. mínútu, og aftur var Angulo á ferðinni þegar hann skoraði sigurmarkið tæpum tíu mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. 1-2 sigur hjá Adam og félögum.

Þetta var níundi leikur Adams með Gornik Zabrze en hann gekk í raðir félagsins í byrjun febrúar og gerði eins og hálfs árs samning.

Í vetur endaði Gornik Zabrze í 12. sæti pólsku úrvalsdeildarinnar og leikur nú í fallriðli með þeim liðum sem enduðu í neðstu átta sætunum í deildinni. Í kvöld var Gornik Zabrze að leika sinn annan leik í fallriðlinum og er sem stendur í 3. sæti riðilsins með 37 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun