Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Adam Örn lék í sigri í Póllandi

Adam Örn og samherjar hans í Gornik Zabrze unnu útisigur í Póllandi í dag.

Adam í leik með Gornik Zabrze. Mynd/Wezslo

Adam Örn Arnarson, leikmaður Gornik Zabrze í Póllandi, kom í dag inn á sem varamaður á 81. mínútu þegar lið hans vann 0-1 útisigur á Miedz Legnica í fallriðli pólsku úrvalsdeildarinnar.

Markalaust var í fyrri hálfleiknum en í þeim seinni á 69. mínútu skoraði Pawel Bochniewicz fyrir Gornik Zabrze og það reyndist vera eina mark leiksins.

Adam Örn var í dag að leika sinn tólfta leik fyrir Gornik Zabrze eftir að hafa gengið í raðir félagsins í byrjun febrúar á þessu ári. Hann gerði eins og hálfs árs samning við félagið.

Gornik Zabrze, lið Adams Arnar, lenti í vetur í 12. sæti pólsku úrvalsdeildarinnar og leikur um þessar mundir í fallriðli deildarinnar með þeim liðum sem enduðu í neðstu átta sætunum. Í dag var Gornik Zabrze að leika sinn fjórða leik í fallriðlinum og liðið er í 3. sæti riðilsins með 43 stig þegar aðeins tveir leikir eru eftir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun