Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Adam Örn kom inn á í stórsigri

Adam Örn lék síðustu mínúturnar í þægilegum sigri Gornik Zabrze í Póllandi í dag.

Mynd/Gornik

Adam Örn Arnarson kom inn á sem varamaður í þægilegum 4-0 heimasigri Gornik Zabrze á Zaglebie Sosnowiec í fallriðli pólsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Gornik Zabrze skoraði fyrsta markið í leiknum eftir hálftíma leik og stuttu síðar bætti liðið við tveimur öðrum mörkum rétt fyrir leikhléið.

Þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum kom fjórða markið hjá Gornik Zabrze og tveimur mínútum síðar kom Adam Örn inn á sem varamaður. Adam var í dag að spila sinn tíunda leik með liðinu.

Gornik Zabrze endaði í vetur í 12. sæti pólsku úrvalsdeildarinnar og leikur nú í fallriðli með þeim liðum sem enduðu í neðstu átta sætunum í deildinni. Í dag var Gornik Zabrze að leika sinn þriðja leik í fallriðlinum og er í 3. sæti riðilsins með 40 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun