Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Adam Örn byrjaði en fór meiddur af velli

Adam Örn fór meiddur af velli með liði sínu Gornik Zabrze í Póllandi í dag.

Adam í leik með Gornik Zabrze.

Adam Örn Arnarson var í byrjunarliði Gornik Zabrze þegar liðið lék sinn síðasta leik á tímabilinu gegn Korona Kielce í fallriðli pólsku úrvalsdeildarinnar.

Adam Örn meiddist eftir rúmar tuttugu mínútur í leiknum og var að lokum skipt af velli á 26. mínútu.

Gornik Zabrze endaði leikinn frábærlega en liðið skoraði þrjú mörk á síðustu tuttugu mínútum leiksins. Igor Angulo skoraði tvö mörk, fyrsta og það síðasta, og þá gerði Lukasz Wolsztynski annað markið. 3-0 sigur hjá Gornik Zabrze.

Eins og áður segir, þá voru Adam Örn og félagar í Gornik Zabrze að leika sinn síðasta leik á tímabilinu. Liðið endar í 3. sæti í fallriðli pólsku úrvalsdeildarinnar með 46 stig.

Adam Örn lék alls 14 leiki með liðinu eftir að hann gekk í raðir félagsins fyrr á árinu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun