Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Aalesund vann Start í Íslendingaslag

Íslendingaslagur fór fram í norsku B-deildinni í dag.

Íslendingaslagur fór fram í norsku B-deildinni í dag þar sem Start og Aalesund mættust í fyrstu umferðinni.

Báðum liðum er spáð góðu gengi á leiktíðinni. Start féll úr efstu deild á síðustu leiktíð og Aalesund mistókst að komast upp í úrvalsdeildina eftir að hafa farið í umspil um laust sæti við Stabæk.

Start var í dag á heimavelli og tveir Íslendingar spiluðu með liðinu. Aron Sigurðarson lék fyrstu 71. mínútuna og Kristján Flóki Finnbogason kom inn á sem varamaður á 35. mínútu. Guðmundur Andri Tryggvason sat allan tímann á bekknum hjá Start í dag.

Hjá Aalesund voru þrír Íslendingar í byrjunarliðinu. Daníel Leó Grétarsson var í vörn liðsins, Aron Elís Þrándarsson var á miðjunni og Hólmbert Aron Friðjónsson lék í fremstu víglínu. Hólmbert varð fyrir meiðslum í leiknum og var tekinn af velli á 63. mínútu leiksins.

Í stað stað Hólmberts Arons kom Pape Gueye sem skoraði sigurmark Aalesund þremur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Lokaniðurstaða 0-1 útisigur hjá Aalesund.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun