Fylgstu með okkur:

Fréttir

Á yfir höfði sér langa fang­elsis­vist fyrir að ræna liðsfélaga Jóns Guðna

Karlmaður í Rússlandi á yfir höfði langa fang­elsis­vist fyrir að stela úrum af liðsfélaga Jóns Guðna.

Ari. Mynd/Krasnodar

Karlmaður í Rússlandi á yfir höfði sér tíu ára fangelsisvist fyrir að stela rándýrum úrum af framherjanum Ari, leikmanni rússneska úrvalsdeildarliðsins Krasnodar, en íslenski landsliðsmaðurinn Jón Guðni Fjóluson leikur með liðinu. Rússneskir miðlar greina frá.

Atvikið átti sér stað í byrjun þessa árs þar sem stolið var tólf úrúm á heimili Ari að verðmæti allt að 23 milljónum rúblum, eða jafnvirði tæpum 45 milljónum íslenskra króna.

Þjófurinn hafði farið inn um glugga á heimili Ari og gripið með sér úrin sem hann bæði seldi og faldi. Upp komst um málið í síðasta mánuði og mætti Ari fyrir nokkru síðan á lögreglustöð þar sem hann fékk nokkur úr afhend.

Ari, sem heitir fullu nafni Ariclenes da Silva Ferreira, er 33 ára gamall og kemur frá Brasilíu en fékk á síðasta ári rússneskan ríkisborgararétt og hefur leikið tvo A-landsleiki fyrir Rússland. Á þessari leiktíð hefur Ari skorað þrjú mörk fyrir Krasnodar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir